Fjallakyrrð

Afréttur

Sept 08. safn 131

Sept 08. safn 039

Sept 08. safn 037


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Fjallakyrrð

Fanna skautar faldi háum
fjallið, allra hæða val,
hrauna veitir bárum bláum
breiðan fram um heiðardal.
Löngu hefur Logi reiður
lokið steypu þessa við.
Ógnaskjöldur bungubreiður
ber með sóma réttnefnið.

Ríð ég háan Skjaldbreið skoða,
skín á tinda morgunsól,
glöðum fágar röðulroða
reiðarslóðir, dal og hól.
Beint er í norður fjallið fríða.
Fákur eykur hófaskell.
Sér á leiti Lambahlíða
og litlu sunnar Hlöðufell.

Vel á götu ber mig Baldur.
Breikkar stirnað eldasund.
Hvenær hefur heims um aldur
hraun það brunað fram um grund?
Engin þá um Ísafoldu
unað hafa lífi dýr.
Enginn leit þá maður moldu,
móðu steins er undir býr.

Titraði jökull, æstust eldar.
Öskraði djúpt í rótum lands,
eins og væru ofan felldar
allar stjörnur himnaranns,
eins og ryki mý eða mugga,
margur gneisti um loftið fló.
Dagur huldist dimmum skugga,
dunaði gjá og loga spjó.

Belja rauðar blossa móður,
blágrár reykur yfir sveif,
undir hverfur runni, rjóður,
reynistóð í hárri kleif.
Blómin ei þá blöskrun þoldu,
blikna hvert í sínum reit,
höfði drepa hrygg við moldu.
Himna drottinn einn það leit.

Vötnin öll, er áður féllu
undan hárri fjallaþröng,
skelfast, dimmri hulin hellu,
hrekjast fram um undirgöng.
Öll þau hverfa að einu lóni,
elda þar sem flóði sleit.
Djúpið mæta, mest á Fróni,
myndast á í breiðri sveit.

Kyrrt er hrauns á breiðum boga,
blundar land í þráðri ró.
Glaðir næturglampar loga,
geislum sá um hæð og mó.
Brestur þá og yzt með öllu
í undirhvelfing hraunið sökk.
Dunar langt um himinhöllu.
Hylur djúpið móða dökk.

Svo er treyst með ógn og afli
alþjóð minni helgað bjarg.
Breiður, þakinn bláum skafli,
bundinn treður foldarvarg.
Grasið þróast grænt í næði,
glóðir þar sem runnu fyrr.
Styður völlinn bjarta bæði
berg og djúp. Hann stendur kyrr.

Hver vann hér svo að með orku?
Aldrei neinn svo vígi hlóð.
Búinn er úr bálastorku
bergkastali frjálsri þjóð.
Drottins hönd þeim vörnum veldur.
Vittu, barn, sú hönd er sterk. -
Gat ei nema guð og eldur
gjört svo dýrðlegt furðuverk.

Hamragirðing há við austur
Hrafna- rís úr breiðri -gjá.
Varnameiri veggur traustur
vestrið slítur bergi frá.
Glöggt ég skil, hví Geitskór vildi
geyma svo hið dýra þing.
Enn þá stendur góð í gildi
gjáin, kennd við almenning.

Heiðarbúar! glöðum gesti
greiðið för um eyðifjöll!
Einn ég treð með hundi og hesti
hraun - og týnd er lestin öll.
Mjög þarf nú að mörgu að hyggja,
mikið er um dýrðir hér!
Enda skal ég úti liggja,
engin vættur grandar mér.





Karl Tómasson, 9.5.2009 kl. 19:29

2 Smámynd: Polaris 800

Eldflóðið steypist ofan hlíð,
undaðar moldir flaka;
logandi standa í langri röð
ljósin á gígastjaka;
hnjúkarnir sjálfir hrikta við,
hornsteinar landsins braka,
þegar hin rámu regindjúp
ræskja sig upp um Laka.

Polaris 800, 10.5.2009 kl. 09:48

3 identicon

James Hider in Jerusalem

America's spy chief has been sent on a secret mission to Israel to warn its leaders not to launch a surprise attack on Iran without notifying the US Administration.

As Binyamin Netanyahu, the Israeli Prime Minister, prepares to visit Washington, it emerged yesterday that Leon Panetta, the head of the CIA, went to Israel two weeks ago. He sought assurances from Mr Netanyahu and Ehud Barak, the Defence Minister, that their hawkish new Government would not attack Iran without alerting Washington.

Concerns have been rising that Mr Netanyahu could launch a strike on Tehran's atomic programme, in the same way that Israel hit Saddam Hussein's Osirak reactor in 1981. Israel has been preparing for such an eventuality. It has carried out long-distance manoeuvres and is due to hold its largest civil defence drills this summer. The country's leaders reportedly told Mr Panetta that they did not “intend to surprise the US on Iran”.

Mr Netanyahu will leave for Washington this weekend. He will meet Hillary Clinton, the Secretary of State, and Mr Obama, whom he will try to convince of the need for tougher action against Iran. Mr Obama favours trying to engage Tehran, but his efforts have been received coolly by President Ahmadinejad.

The Israeli leader is expected to insist that the US stays focused on Iran, rather than tackling stalled talks with the Palestinians.

Mr Netanyahu has held meetings with Arab leaders this week, including President Mubarak of Egypt and King Abdullah of Jordan. Both Sunni leaders share Israel's fears of a resurgent Shia Iran.

In Aqaba, Jordan, yesterday King Abdullah told Mr Netanyahu there could be no regional peace without a Palestinian state. So far Mr Netanyahu has refused to commit to a two-state solution. Instead, he has talked about developing the Palestinian economy, with Palestinians having only limited sovereignty. That view is likely to cause confrontation with Mr Obama.

Mr Netanyahu was expected to have such a clash of opinions during his private meeting yesterday in Nazareth with Pope Benedict XVI, who has called for the Palestinians to be granted their own state.

The Pope reiterated his calls for peace yesterday. “Let everyone reject the destructive power of hatred and prejudice, which kills men's souls before it kills their bodies,” he said.

Möddi (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 23:03

4 identicon

Solla

Öollii (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 00:15

5 identicon

Fallegt.

Hjössi (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband